Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2007 | 08:49
Skráning er hafin
Sendið póst á maa14@hi.is og staðfestið komu ykkar í vísindaferð FLOG og verkfræðideildarinnar í SPRON á föstudaginn
25 sæti eru í boði
hvað ertu annars að gera hér?
ég veit um aðra miklu flottari síðu...
sjáumst ;)
21.1.2007 | 23:04
vísó á föstó
Jább! nú styttist óðum í fyrstu og stærstu vísindaferð vetrarins!
Stuðboltarnir í VÍR - rafmagns- og tölvuverkfræðinni og NÖGLUNUM-umhverfis- og bygginarverkfræðinni ætla að slást með okkur í för til SPRON á föstudaginn og við búumst að sjálfsögðu ekki við minna en hörkuskemmtun! Þar sem SPRON er þekkt fyrir sína miklu gestrisni og einkar vænar (fljótandi) veigar og verkfræðideildin ekki þekkt fyrir neitt annað en mikla "vísindagleði" er ekki hægt að búast við öðru en stuðara dauðans... og að sjálfsögðu gefum við ekkert eftir í hressleikanum!
Ef þetta er ekki ávísun á hina bestu skemmtun þá veit ég ekki hvað :)
við eigum eftir að koma svona líka hoppandi glöð út úr SPRON... pottþétt!!
Skráning hefst á þriðjudag
19.1.2007 | 14:12
seven days....
í dag eru nákvæmlega
7
dagar í fyrstu vísindaferð vorannar
haldið næsta föstudegi opnum
stjórnin
8.1.2007 | 18:35
Ný önn framundan.... vúhú.... ;)
Kæru FLOG-meðlimir
- fyrsti skóladagurinn á nýrri önn á enda -
Ætla ég og mín fagra stjórn FLOGS nú bara að byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir það gamla, það sem við áttum saman á því þeas þetta var FRÁBÆR haustönn ef við eigum að segja satt frá.... vonandi að öllum hafi gengið vel í prófunum og svonna.
Núna er ný skólaönn gengin í garð og ætlaði ég nú bara að henda hér inn ÖRfáum orðum um hvað hún mun bera í skauti sér.... jújú þið hugsið ábyggilega hvort það sé kannski einhvað skemmtilegt að gerast í félagslífinu þessa önn, eitthvað þá meira en síðustu og jújú mikið rétt, þið hugsuðuð rétt!!! þessi önn verður náttúrulega bara EINTÓM skemmtum og ekkert annað (kannski smá lestur svona við og við)
það fyrsta sem ber að nefna eru þessar margumtöluðu og frábæru VÍSINDAFERÐIR sem tíðkast að stunda þegar maður er í háskólanámi..... og núna ætlum við ekki bara að hafa eina vísó-ferð á önninni heldur verða þær allnokkrar og skal ég bara hér með setja inn eina fasta dags. á fyrstu vísindaferð þessarar annar. það er semsagt 26. janúar!!!! þannig að ALLIR að taka þann föstudag frá!!!! oki???? allar frekari upplýsingar um þá ferð koma á veraldarvefinn þegar nær dregur!!!!
jújú svo má nú ekki gleyma að áætlunin er að halda kannski svona 1 stykki bjórkvöld fyrir okkur BJÓRÞYRSTU nemana og svo jú kannski eitt stykki árshátíð!!! aldrei að vita nema það komi síðan fleiri plott á yfirborðið þegar dregur á önnina!!!
svo ætlum við náttúrulega líka að vera MEGA-ÓGÓ dugleg að lesa og læra á virkum dögum svo maður geti nú sleppt sér um helgar og vona ég nú að sjá ykkur sem flest í sem flestum viðburðum á vorönninni...
en jæja ætli ég láti þetta ekki nú gott heita í bili.... vildi bara bjóða ykkur öll velkomin í skúlen once again og ætla ég bara að leyfa mér að segja að þetta verður BARA skemmtileg skólaönn þó svo að þetta veður þ.e. kuldinn ætli að gera út af við mig svona á fyrsta degi, kannski einhverja fleiri??? eruði að grínast????
en vonandi sé ég ykkur bara sem fyrst þau sem ég á eftir að sjá!!!
yours truely...
Valdís Klara skemmtó
8.1.2007 | 14:47
Til Lífeindafræðinema á 1. ári
Einnig viljum við benda ykkur öllum á að nota vefinn am.is en þar er skiptibókamarkaðurinn "til húsa". Þið getið bæði auglýst ykkar bækur og keypt notaðar. Athugið bara að allar auglýsingar detta út þremur mánuðum eftir að þær eru settar inn!
20.12.2006 | 20:49
Jólaball Háskólanema
Nú eru prófin loksins að líða undir lok og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum Jólaball Háskólanema sem haldið verður á Brodway annað kvöld. Það kominn tími til að hoppa úr náttbuxunum yfir í kjólinn og dilla sér með Sálinni Hans Jóns Míns frameftir nóttu
Pravda ætlar að taka smá forskot á jólasæluna og "bjóða heim" fyrir ballið! Þar getur fólk hist í bjór og fleira gott á sama tilboði og alltaf, og deilt tilhlökkun til ballsins með fleirum samnemendum okkar Brodway opnar svo kl 23 og ballið stendur til 3
Þeir sem vilja tryggja sér miða á betra verði er forsala opin i Hressingarskálanum á morgun, fimmtudag frá kl 12-18. Miðaverð er krónur 2200 í forsölu en krónur 2500 við dyrnar. (20 ára aldurstakmark)
Njótið prófalausa lífsins..... það munum við allavega gera
24.11.2006 | 21:24
það styttist óðum..


þetta verður alveg þess virði þegar maður gengur loks út úr síðasta prófinu og inn í jólin =)
gangi ykkur vel og við látum heyra heljarinnar í okkur á nýrri önn
7.11.2006 | 17:42
Jæja krakkar.... ;)
já ég vil bara byrja á að segja TAKK FYRIR SÍÐAST..... það var alveg rosa gaman í þessari margumtöluðu fyrstu vísindaferð á skólaárinu og segi ég bara TAKK Hjartavernd fyrir að hafa tekið á móti okkur og TAKK krakkar fyrir að vera svona helvíti skemmtileg.....
svo fannst mér enn meira gaman þar sem 2 árið mætti nánast fullskipað úr bæði geisla og lífeindafræði
gaman að hitta ykkur loksins....
en já þetta átti nú ekki að vera löng færsla... bara að segja ykkur að mín er búnað vera svo dugleg að henda hér inn myndum síðan frá kosningakveldinu mikla á Pravda sem og myndum síðan á föstudaginn.... við getum séð að sumir hafi verið meira í sviðsljósinu heldur en aðrir sem og sumir voru aðeins meira í glasi heldur en aðrir.... en það er bara gaman af því....
en linkar á myndirnar eru hérna til vinstri svo ég segi bara ENJOY!!!
Valdís Klara SKEMMTÓ
2.11.2006 | 11:27
..:nokkrir punktar:..
- VÍSÓ Á MORGUN... allir að vera mættir í Hjartavernd kl 16.30 á aðra hæð... þar sem hún Bylgja tekur á móti okkur.
Hjartavernd er í Holtasmára 1, Kópavogi. Yfir því gnæfir stórt skilti með mynd á hjarta sem ætti ekki að fara framhjá neinum. Holtasmári er í hverfinu fyrir ofan smáralindina, þar sem Nings og Fiskó eru til húsa.
- Við ætlum að taka STRÆTÓ úr vísindaferðinni, röltum að Smáralind þar sem við tökum númer 2 klukkan 18:47 eða 19:17, þaðan förum við á hlemm þar sem við tökum þristinn niður á bankastræti. pís of keik ;) stjórnin skaffar strætómiðum því hún er svo æðisleg..
- annars höfum við ekkert meira að segja nema bara, sjáumst á morgun, verið dugleg að fylla á heilann fyrir helgina, og munið eftir skírteinunum ykkar!!
30.10.2006 | 18:31
..:SKÍRTEINASALA:..
Jæja kæru hálsar - skráningin í vísindaferðina er enn í fullum gangi, en það er háttvirtur skemmtanastjóri sem tekur við "pöntunum" á vkg1@hi.is. Munið bara - fyrir klukkan 19 á miðvikudaginn - .Að vísó lokinni munum við njóta sérstakrar þjónustu Strætó B.S sem ætlar að skutla okkur beint niður á Pravda þar sem rassinn verður hristur.. að sjálfsögðu!
Stjórnin er að sjálfsögðu alltaf á fullu, og núna erum við að útbúa félagsskírteini. Þar sem svolítið er liðið á veturinn ætlum við að selja ykkur þau á spottprís - þúsundkall! Þessi peningur fer uppí hitt og þetta sem okkur dettur í hug að bralla saman í vetur svo þið njótið bara góðs af þessu... =) Þessu dýrindis skírteini fylgja ýmis fríðindi. Þar á meðal....
Forgangur í allar vísindaferðir
Afsláttur á helstu skemmtanir FLOG
Skemmtistaðurinn Pravda
- Frítt inn á allar skemmtanir
- Stór Bjór á 350 Krónur
- Tveir fyrir einn af Smirnoff Ice
- Skot + Bjór á tilboði
Galíleió
20% afsláttur af matseðli
Subway
15% afsláttur í Bankastræti og Austurstræti
Björnsbakarí
15% afsláttur
Smart sólbaðsstofa
2 fríir ljósatímar fylgja hverju 10 tíma korti
American Style
1) Ostborgari, franskar og kók á 795
2) Frítt gos með ókeypis áfyllingu ef keypt er máltíð með frönskum
Brauðhúsið Grímsbæ
10% afsláttur
Sala á skírteinunum fer fram á fimmtudag og föstudag -fyrir hádegi í Ármúlanum