Færsluflokkur: Bloggar

..:Hjartavernd:..

jæja til hamingju með nýja stjórn kæru samnemendur Hlæjandi

Jábbb!! Fyrsta stjórnin er komin í gagnið. Verið er að vinna að ýmsum hlutum þessa dagana -margt þarf að gera þegar stofnað er svona félag, en allt er komið á blússandi gott skrið. Félagið er ekki lengur nafnlaust - ónei! Á fyrsta fundi var tekin fyrir uppástunga frá kosningarkvöldinu - og var hún einróma samþykkt : F.L.O.G. - Félag Lífeinda- Og Geislafræðinema

þá er bara næsta mál á dagskrá - F.L.O.G ætlar að halda upp á nýtt nafn með

VÍSINDAFERÐ

föstudaginn 3. nóvember

...og núna verður það sko enginn hádegisbjór!! Við ætlum að hittast klukkan 16:30 í Hjartavernd - þar sem þau munu fræða og fæða okkur. Þaðan verður förinni heitið í gulum lúxusbíl á PRAVDA þar sem við munum halda áfram að fagna nýju nafni og öllu því sem hægt er að fagna frameftir nóttu... 

ef þið viljið þið komast á þennan stórviðburð, skráið ykkur á vkg1@hi.is


..:Dagskrá Föstudagsins:..

Jæja, það er að koma að því!

Við ætlum að byrja daginn á því að fara í heimsókn til þeirra í Röntgendeild Orkuhússins. Þau gátu því miður ekki tekið á móti okkur að kvöldi til, en við gerum bara gott úr því. Mætum bara hress og kát rétt fyrir EITT á föstudaginn þar sem hún Einfríður tekur á móti okkur, sýnir okkur staðinn og starfsemi þeirra, ásamt því að bjóða upp á léttar veitingar.

Jæja, eftir að hafa haft heila 6 tíma í hair and make- up.. og strákur-arnir náðu að horfa á slatta Star Trek eftir sturtuna... hittumst við aftur, súper sæt og fín á Pravda -skemmtistað háskólanemanna, klukkan átta. Þar kjósum við svo í glænýja stjórn sem fær að ráða ööööööllu hér eftir svo það er eins gott að velja viturlega. Áfram tjúttum við svo þar til kýrnar koma heim, minglum, kynnumst og sjáum að kannski hefðum við ekki átt að velja XX í XX þar sem hún verður líklega þunn næstu mánuði og ekki er mikið gagn í henni þannig.....

- tilboð á barnum -

og dreitill í boði fyrir þá stundvísu ;)


..:Kosningakvöldið:..

 

Á Föstudaginn

verður gaman vera til.......

-takið hann frá-


..:Frambjóðendur:..

Frambjóðendurnir ógnvænlegu eru sem hér segir

Formaður:  

Margrét - 1. ár, Lífeindafræði

Ritari:

Guðrún Áslaug - 1. ár, Geislafræði

Hafdís - 1. ár, Lífeindafræði

Gjaldkeri:

Bjartur - 1. ár, Lífeindafræði

Kynningafulltrúi:

geislafræði - Helga Lillan, 1. ár

lífeindafræði - Helga María, 1. ár

Skemmtanastjóri:

Valdís Klara - 1. ár, Geislafræði

 

!Kosningakvöld - í næstu viku - á skemmtistaðnum Pravda!


..:Fréttir af framboðum:..

Viðbrögðin við kosningunum hafa ekki látið á sér standa og núna eru komin framboð í nánast hverja stöðu, en þó vantar enn framboð í Skemmtanastjórann. Einkennandi er þó hversu fáir 2. árs nemar hafa boðið sig fram.. nánar tiltekið enginn. Svo endilega þið gömlu þarna -farið að hrækja í lófana og velja ykkur framboð, það er alveg nauðsynlegt að einhver af öðru ári verði í stjórn sem hefur aðeins fengið að bragða á Deildarskipan eins og hún er núna.

 Kosningakvöld

- verður auglýst á morgun, þriðjudag.......

svo þið getið bara beðið spennt á refresh takkanum frameftir kvöldi


...:smá fréttir:..

Jæja,, nú ættu allir nemendur deildarinnar glæsilegu að vera orðnir upplýstir um þessa síðu.. ... alveg bæði árin hehe.. svo hlutirnir eru bara komnir á fullt skrið... bravó fyrir því!

Kommentakerfið er víst eitthvað að stríða okkur, sem er auðvitað ekki nógu sniðugt, en verið er að vinna í því að einfalda þetta ef mögulegt er. Auðvitað er tilgangur síðunnar að auka upplýsingaflæði og samskipti,, sem er ekki alveg að komast til skila þegar enginn getur sagt sína skoðun ;)

 

Ætla að minna á neðstu færsluna þar sem þið sjáið hvaða framboð eru í boði, og hver helstu störf hverrar stöðu fyrir sig eru, en fyrir þá lötu er gróft uppkast eð á þessa leið:

Formaður

Ritari

Gjaldkeri

Kynningarfulltrúi Geislafræðinema

Kynningarfulltrúi Lífeindafræðinema

Skemmtanastjóri

Búið er að stokka aðeins upp í þessu eins og þið sjáið etv, en þó ekkert dramantískt. Í staðinn fyrir að hafa 1 kynningarfulltrúa munu 2 deila því starfi úr hvorri deild, og sitja þá saman á Deildarfundum.  Þið kjósið þá bara ykkar fulltrúa úr ykkar deild.  Ásamt því að sitja deildarfundi og hafa tengsl við kennara og stjórnendur deildarinnar, mundu þeir þá ef til vill einnig vinna að kynningum á deildinni útávið og reyna að fá eitthvað samstarf við fyrirtæki tengd okkur.

Ef þið hafið áhuga á að bjóða ykkur fram, sem vonandi margir hafa sendið þá póst á maa14@hi.is svo það sé hægt að halda aðeins utan um þetta, annars er hvatvísa attitúdið alveg í boði á kosningakvöldinu sjálfu, og gæti bara hrist soldið upp í þessu ;)

 

Gert er ráð fyrir að kosningakvöld verði næstkomandi fimmtudag með tilheyrandi tilboði á barnum, en það kemst á hreint á næstu dögum.

 

Upplýsingarnar skjótast á vefinn leið og hlutirnir skýrast

so stay tuned people


..:Sko Mína:..

Halló halló hvað haldiði... Allt að gerast

Hún Hafdís Snillingur og afmælisbarn morgundagsins var að taka upp á því að splæsa í partý heima hjá sér fyrir okkur hin.. gó Hafdís!!

Spurning um að kalla þetta bara "vísindaferð" fyrst við höfum ekki orðið rík af þeim.. eða þá nýnemaferð öllu heldur ;) orðið á götunni segir samt að hún tými ekki að splæsa í bollu.... susssuss!

 

anyways... takið föstudaginn frá Hlæjandi 


..:A New Beginning:..

Heil og sæl kæru samnemendur Svalur

Það er bara ekki annað hægt, og ekki heldur seinna vænna en að við tökum höndum saman og stofnum eitt stykki deildarfélag. Hvernig líst ykkur á það???

Stofnun nýs deildarfélags er alls ekki jafn mikið mál og maður hefði annars haldið, allavegana ekki ef við erum nokkur í því.

Við getum byrjað á því að kjósa í stjórn, helst bara nú á næstu dögum. Við skulum kannski ekki hafa þetta eitthvað gífurlega formlegt, en þó þurfa að vera einhverjir frambjóðendur ;) og jafnvel einhverjir pappírssnifsi í boxi. Það ættu allir að geta fundið stöðu við sitt hæfi hér að neðan

Að kosningu lokinni er síðan mjög spennandi verkefni framundan. Finna þarf viðeigandi nafn á verðandi glæsifélagið okkar, setja saman lög, stofna kennitölu, reikning, finna upp á nógu krassandi hefðum, vísindaferðum, skíðaferðum, golfferðum, og auðvitað NÝNEMAFERÐUM Hlæjandi 

 

Þess vegna hefur þessari síðu verið hrutt af stað, eins konar upplýsinga- og samskiptasíða rétt á meðan félagið er að komast á fót. Þannig geta allir komið sínum skoðunum á framfæri, svo held ég líka að allir séu sammála um það að það þarf eitthvað smá "push" til að hrista hópinn enn betur saman. 

Með kveðju, og von um að okkar verði getið í sögubókum framtíðarinnar.

Margrét

 

og já    -fyrir þá forvitnu þá er "Noxa" nafnið á gamla deildarfélagi Lífeindafræðinema sem námu við THÍ. Við ætlum nú ekki að stela nafninu, en kannski rétt fá það lánað á meðan við stofnum okkar eigið.... uss, ekki segja!


..:deildarfélag og kosningar:..

 

Allar deildir Háskóla Íslands þurfa að hafa sitt deildarfélag.

 

Þetta er ekkert endilega svo að við getum djammað að vild (.........) heldur líka bara eitthvað fyrir okkar eigin hagsmuni. Að sjálfsögðu þurfum við að hafa einhverja rödd inn í bæði Stúdentaráð og sem snýr að Háskólanum sjálfum, og auðvitað deildinni okkar yfir höfuð. Við höfum margt að segja og eigum að láta í okkur heyra.

 

Gróf formúla að ágætis deildarfélagi ætti að hljóða eitthvað á þessa leið;

  
  • Við þurfum að sjálfsögðu formann, sem kemur fram fyrir hönd deildarfélagsins, innan og utan Háskólans. Formaður stjórnar fundum og hefur heildarumsjón yfir deildarfélaginu.

 

  • Ritari ritar allar fundargerðir stjórnarfunda. Ritari sér einnig um upplýsingaflæði félagsins, heimasíðu, og aðsendum upplýsingum og fyrirspurnum. Ritari sinnir störfum formanns í frávist hans.
 
  • Við þurfum kynningarfulltrúa sem kynnir deildina og auglýsir námið okkar, td í framhaldsskóla og púllar jafnvel einhver samstörf og samninga við fyrirtæki sem tengjast náminu Einnig mun hann vonandi koma til með að sitja sem fulltrúi Geisla- og lífeindafræðinema á deildarfundum Læknadeildar. Þetta er tengiliður okkar utan Háskólans sem og innan.
 
  • Gjaldkerann má ekki vanta, hann ber ábyrgð á bókhaldi félagsins leggur fyrir stjórnina einhvers konar fjárhagsáætlun á stjórnarfundi í september. Gjaldkeri skilar einnig af sér ársreikningi á aðalfundi félagsins í lok skólaárs.
 
  • Skemmtanastjórann þarf varla að kynna, en hann skipulegur að sjálfsögðu vísindaferðir og uppákomur af ýmsu tagi. Hann er í nánu sambandi við önnur félög og reynir að halda vísindaferðir í samstarfi við þau. Ef þörf er á getur skemmtanastjórinn skipað sér skemmtinefnd.

 

ef þið hafið einhverjar athugasemdir við þetta þá endilega skjótið


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband