8.1.2007 | 18:35
Ný önn framundan.... vúhú.... ;)
Kæru FLOG-meðlimir
- fyrsti skóladagurinn á nýrri önn á enda -
Ætla ég og mín fagra stjórn FLOGS nú bara að byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir það gamla, það sem við áttum saman á því þeas þetta var FRÁBÆR haustönn ef við eigum að segja satt frá.... vonandi að öllum hafi gengið vel í prófunum og svonna.
Núna er ný skólaönn gengin í garð og ætlaði ég nú bara að henda hér inn ÖRfáum orðum um hvað hún mun bera í skauti sér.... jújú þið hugsið ábyggilega hvort það sé kannski einhvað skemmtilegt að gerast í félagslífinu þessa önn, eitthvað þá meira en síðustu og jújú mikið rétt, þið hugsuðuð rétt!!! þessi önn verður náttúrulega bara EINTÓM skemmtum og ekkert annað (kannski smá lestur svona við og við)
það fyrsta sem ber að nefna eru þessar margumtöluðu og frábæru VÍSINDAFERÐIR sem tíðkast að stunda þegar maður er í háskólanámi..... og núna ætlum við ekki bara að hafa eina vísó-ferð á önninni heldur verða þær allnokkrar og skal ég bara hér með setja inn eina fasta dags. á fyrstu vísindaferð þessarar annar. það er semsagt 26. janúar!!!! þannig að ALLIR að taka þann föstudag frá!!!! oki???? allar frekari upplýsingar um þá ferð koma á veraldarvefinn þegar nær dregur!!!!
jújú svo má nú ekki gleyma að áætlunin er að halda kannski svona 1 stykki bjórkvöld fyrir okkur BJÓRÞYRSTU nemana og svo jú kannski eitt stykki árshátíð!!! aldrei að vita nema það komi síðan fleiri plott á yfirborðið þegar dregur á önnina!!!
svo ætlum við náttúrulega líka að vera MEGA-ÓGÓ dugleg að lesa og læra á virkum dögum svo maður geti nú sleppt sér um helgar og vona ég nú að sjá ykkur sem flest í sem flestum viðburðum á vorönninni...
en jæja ætli ég láti þetta ekki nú gott heita í bili.... vildi bara bjóða ykkur öll velkomin í skúlen once again og ætla ég bara að leyfa mér að segja að þetta verður BARA skemmtileg skólaönn þó svo að þetta veður þ.e. kuldinn ætli að gera út af við mig svona á fyrsta degi, kannski einhverja fleiri??? eruði að grínast????
en vonandi sé ég ykkur bara sem fyrst þau sem ég á eftir að sjá!!!
yours truely...
Valdís Klara skemmtó