24.11.2006 | 21:24
það styttist óðum..
Gleðilegan lestrarmánuð! 


Við komum aftur sterk til leiks á nýju skólaári.. en þangað til njótið þess
*að geta borðað bland í poka fyrir 400kall á hverjum degi án þess að fá samviskubit,
*drukkið kaffi í líterstali, magic og te ásamt því að taka inn gingsen þar til augun fara að blikka óðelilega mikið,
*allra bloggrúntanna sem þið munuð taka á dag
*en jafnframt mánaðarmissi af sambandi við alheiminn,
*svefn- og jafnvel smá geðheilsumissisins...
*og ekki má gleyma hinu alsherjar taugaáfalli sem mun herja með hríðarbundnum takti þar til loks skellur á prófin
þetta verður alveg þess virði þegar maður gengur loks út úr síðasta prófinu og inn í jólin =)
gangi ykkur vel og við látum heyra heljarinnar í okkur á nýrri önn