4.10.2006 | 16:24
..:Dagskrá Föstudagsins:..
Jæja, það er að koma að því!
Við ætlum að byrja daginn á því að fara í heimsókn til þeirra í Röntgendeild Orkuhússins. Þau gátu því miður ekki tekið á móti okkur að kvöldi til, en við gerum bara gott úr því. Mætum bara hress og kát rétt fyrir EITT á föstudaginn þar sem hún Einfríður tekur á móti okkur, sýnir okkur staðinn og starfsemi þeirra, ásamt því að bjóða upp á léttar veitingar.
Jæja, eftir að hafa haft heila 6 tíma í hair and make- up.. og strákur-arnir náðu að horfa á slatta Star Trek eftir sturtuna... hittumst við aftur, súper sæt og fín á Pravda -skemmtistað háskólanemanna, klukkan átta. Þar kjósum við svo í glænýja stjórn sem fær að ráða ööööööllu hér eftir svo það er eins gott að velja viturlega. Áfram tjúttum við svo þar til kýrnar koma heim, minglum, kynnumst og sjáum að kannski hefðum við ekki átt að velja XX í XX þar sem hún verður líklega þunn næstu mánuði og ekki er mikið gagn í henni þannig.....
- tilboð á barnum -
og dreitill í boði fyrir þá stundvísu ;)
Athugasemdir
vúhú.. ég hlakka til..og ætli þetta sé eitthvað skot á mig með þynnkuna.. hehe nei segi svona... ;) en allir að mæta í flenni gír í orkuhúsið og svo á pravda..... :)
Valdís Klara Guðmundsdóttir, 5.10.2006 kl. 14:20
Hæhæ hvernig er það þurfum við ekki að fara að plana saman vísindaferð:) Kveðja 2. ár lífeindafræði
Eyrún Ösp (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 11:18