..:A New Beginning:..

Heil og sæl kæru samnemendur Svalur

Það er bara ekki annað hægt, og ekki heldur seinna vænna en að við tökum höndum saman og stofnum eitt stykki deildarfélag. Hvernig líst ykkur á það???

Stofnun nýs deildarfélags er alls ekki jafn mikið mál og maður hefði annars haldið, allavegana ekki ef við erum nokkur í því.

Við getum byrjað á því að kjósa í stjórn, helst bara nú á næstu dögum. Við skulum kannski ekki hafa þetta eitthvað gífurlega formlegt, en þó þurfa að vera einhverjir frambjóðendur ;) og jafnvel einhverjir pappírssnifsi í boxi. Það ættu allir að geta fundið stöðu við sitt hæfi hér að neðan

Að kosningu lokinni er síðan mjög spennandi verkefni framundan. Finna þarf viðeigandi nafn á verðandi glæsifélagið okkar, setja saman lög, stofna kennitölu, reikning, finna upp á nógu krassandi hefðum, vísindaferðum, skíðaferðum, golfferðum, og auðvitað NÝNEMAFERÐUM Hlæjandi 

 

Þess vegna hefur þessari síðu verið hrutt af stað, eins konar upplýsinga- og samskiptasíða rétt á meðan félagið er að komast á fót. Þannig geta allir komið sínum skoðunum á framfæri, svo held ég líka að allir séu sammála um það að það þarf eitthvað smá "push" til að hrista hópinn enn betur saman. 

Með kveðju, og von um að okkar verði getið í sögubókum framtíðarinnar.

Margrét

 

og já    -fyrir þá forvitnu þá er "Noxa" nafnið á gamla deildarfélagi Lífeindafræðinema sem námu við THÍ. Við ætlum nú ekki að stela nafninu, en kannski rétt fá það lánað á meðan við stofnum okkar eigið.... uss, ekki segja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband