18.9.2006 | 18:06
..:deildarfélag og kosningar:..
Allar deildir Háskóla Íslands þurfa að hafa sitt deildarfélag.
Þetta er ekkert endilega svo að við getum djammað að vild (.........) heldur líka bara eitthvað fyrir okkar eigin hagsmuni. Að sjálfsögðu þurfum við að hafa einhverja rödd inn í bæði Stúdentaráð og sem snýr að Háskólanum sjálfum, og auðvitað deildinni okkar yfir höfuð. Við höfum margt að segja og eigum að láta í okkur heyra.
Gróf formúla að ágætis deildarfélagi ætti að hljóða eitthvað á þessa leið;
- Við þurfum að sjálfsögðu formann, sem kemur fram fyrir hönd deildarfélagsins, innan og utan Háskólans. Formaður stjórnar fundum og hefur heildarumsjón yfir deildarfélaginu.
- Ritari ritar allar fundargerðir stjórnarfunda. Ritari sér einnig um upplýsingaflæði félagsins, heimasíðu, og aðsendum upplýsingum og fyrirspurnum. Ritari sinnir störfum formanns í frávist hans.
- Við þurfum kynningarfulltrúa sem kynnir deildina og auglýsir námið okkar, td í framhaldsskóla og púllar jafnvel einhver samstörf og samninga við fyrirtæki sem tengjast náminu Einnig mun hann vonandi koma til með að sitja sem fulltrúi Geisla- og lífeindafræðinema á deildarfundum Læknadeildar. Þetta er tengiliður okkar utan Háskólans sem og innan.
- Gjaldkerann má ekki vanta, hann ber ábyrgð á bókhaldi félagsins leggur fyrir stjórnina einhvers konar fjárhagsáætlun á stjórnarfundi í september. Gjaldkeri skilar einnig af sér ársreikningi á aðalfundi félagsins í lok skólaárs.
- Skemmtanastjórann þarf varla að kynna, en hann skipulegur að sjálfsögðu vísindaferðir og uppákomur af ýmsu tagi. Hann er í nánu sambandi við önnur félög og reynir að halda vísindaferðir í samstarfi við þau. Ef þörf er á getur skemmtanastjórinn skipað sér skemmtinefnd.
ef þið hafið einhverjar athugasemdir við þetta þá endilega skjótið
Athugasemdir
smá kommentatest
test (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 15:57